niðurgangur

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Samsætur

“Sögur bundnar við tímabil eru hallærislegar. Ef ég á að semja sögu þá vil ég ráða hvenær hún gerist, ég meina sagan verður að ráða því sjálf. Ég veit ekki einusinni sjálfur hvenær sögurnar mínar gerast, fyrr en undir lokin.”Sagði snobbaði rithöfundurinn. Umboðsmaðurinn, sem var feit kelling í hans huga (samt var hún bara 26 ára og frekar grönn) lét peningana á borðið og fór heim.

Slímsveppir

Það leit ekki út fyrir að vera komið sumar en Árni var viss. Og fór í stuttbuxur út á Miklubrautina þar sem hann hitti konu sem var með eitthvað undarlegt milli augnanna. Þetta var ekki lýsandi augnaráð en samt þótti Árna það dæmigert. Sérstaklega það sem var á milli augnanna.
Árna var kalt og vildi halda áfram að ganga en unga konan virtist ekki ætla að taka eftir neinu undarlegu svo Árni varð að ákveða núna; hvort hann ætlaði áfram eða verða sjálfur undarlegur milli augnanna.
Það er nauðsinlegt að minnast á það að það sem gerist milli augnanna á fólki er ekki það sama og að vera á einhvern ákveðinn hátt, á milli augnanna. Árna leiðist. Ekki bara, heldur er hann leiðinlegur. Þú ert leiðinlegur.

föstudagur, apríl 15, 2005

Og þá sagði guð....

....farð'í ljós. Og ég fór í ljós. Og guð varð brúnn, og það var gott.

sunnudagur, apríl 03, 2005

hvums

Ég hef tekið þá ákvörðun að fara að tala reglulega við sjálfann mig og sjá hvort mér takist ekki að venja mig á það af fullum þunga fyrir þrítugt. Gamal fólk má gera það, afhverju ekki ég?

laugardagur, apríl 02, 2005

ek villll burt