niðurgangur

mánudagur, nóvember 27, 2006

suðurnesjamaðurinn ég

Ég skrifaði grein í Víkurfréttir:
http://vf.is/adsent/numer/29306/default.aspx

Tilefni skrifanna
http://www.vf.is/numer/29021/default.aspx

laugardagur, nóvember 25, 2006

okok

ok ég var að fara yfir gömul skrif og ég viðurkenni það að bloggsíða sem tekur bara fyrir líkamsrækt er leiðinleg, þannig að ég hef ákveðið að bulla líka í bland við allt hitt ruglið. Það hlýtur að gleðja tvo.
Þetta verður fyrsta færslan í smá tíma sem fær ekki Hæku.
Mér datt í hug dæmisaga:

Einusinni var maður sem átti dekk. Hann átti ekkert annað og skuldaði engum nema bankanum.
Hvað segir þetta okkur annað en að hugmyndir séu dekk líka? Ekki nema annað sé framtíð oh man, hitt samtíð.

Loksins 2

13 ferðir 45 uppsetur. 100 grömm af tobbleroni og schnidsel.
lofar góðu.

hæka

þrettánda ferðin
tók á því:"PUMPA PUMPA"
æji þegiðu!

föstudagur, nóvember 24, 2006

loksins

fór í sund, fyrsta vigtun: 85,3 kg

allt of mikið, ég giska á að bumban sé 5 kíló

10 ferðir og 40 magaæfingar, nóg í bili. Svo ég sprengi mig ekki og nenni ekki aftur.

hæka:

áttatíu og fimm
komma þrjú. Ha komma þrjú?
sko, já komma þrjú

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

já ég lagði þvott í bleyti

já ég lagði þvott í bleyti

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

vodafokk

Ok ég er að drulla á mig í þessu átaki en ég er samt í því. Ég er allavega ekki búinn að borða nammi í nokkra daga.
Hæka um það

Stór bumba á mér
Enda ég þá sem Gaui?
Gaui feita svín?

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Þorgímur Þráinsson fer ekki heim

Eyddi helginni helginni í rjómasósu og bumban stækkaði. Hið jákvæða er að ég byggði snjókarl og snjóhús og mokaði innkeyrsluna og svitnaði heil býsn.

Hæka um það:

Ég, herra Ísland
rosalega flottur gaur
er ég að fitna?

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Árni & Ísrael

Fyrst Hæka,

Tvö klúður, rán, morð
Árni og stjórn Ísraels
tæknileg mistök


ég fer kannski í sund á eftir vinnu, ef ekki þá eru það tæknileg mistök

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Ok aðeins meira bull

Sko ég fór ekki í sund en ég borðaði kjúkling með frönskum og sósu.

Kjúklingurinn minn
hitaeiningaríkur
bumban mín stækkar

mánudagur, nóvember 13, 2006

Ekki meira bull

Breytingar á niðurgangi.

Í tilefni af því að Gaui Feiti er komin á hækjur sökum offitu hef ég ákveðið að breyta um lífsstíl. Ég ætla að blogga mitt besta og gefa skýrslu á hverjum degi*.
Ég mun segja satt og rétt frá og ef degi er eytt í sófa með bland í poka í annari og rjóma í hinni þá viðurkenni ég það fúslega. Á morgun ætla ég í sund og verð ég vigtaður þar.
Einstaka sinnum(eða oft) mun ég semja hæku um árangurinn. Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað hækur eru þá eru það lítil Asísk ljóð sem innhalda þrjár línur, fyrsta línan er með 5 atkvæði, önnur með 7 og þriðja 5 atkvæði. Hér er ein sem fæddist í gær fyrir slysni (ég var að gera grín að Óskari Péturssyni stórsöngvara og Heiða tók eftir því að textinn sem ég hafði samið við eitt af lögum Gunnars Þórðarsonar væri Hæka):

Án þinnar visku
ég hefði geta orðið
róni í götu


meira á morgun

*ég áskil mér þann rétt að blogga ekki á hverjum degi, ég á mér líf

sunnudagur, nóvember 12, 2006

5

Var ég búinn að segja ykkur frá því þegar ég vann í 10-11? Ég stal og stal. Ég náðist að lokum og var stungið í steininn. Nú var verið að bjóða mér vinnu aftur í 10-11.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

4

Ég er gjörsamlega frjáls. Ég þarf ekki að mæta í vinnuna. Ég þarf ekki að borga skuldirnar mínar. Ég þarf ekki að fara í bað. Ég þarf ekki að vaska upp. Ég þarf ekki að taka til. Ég þarf ekki að ala upp barnið mitt. En ég geri það samt.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

3

Í djúpum skít með Regínu Ósk.

mánudagur, nóvember 06, 2006

2

Na na. Ég er snáði
Na na. Hver er snáði með gubb?

laugardagur, nóvember 04, 2006

Hallærisleg færsla 1

Ok ég er ekki að kvarta en afhverju eru nikkin á Gegndrepa-fíflunum öll á ensku. S1 er að monnta sig af því að þetta sé íslenskur þáttur. Skítapakk.
Bubbi er hommi.

Sýn

Ég ætlaði að segja það áðan en gaurarnir á Sýn eru svolítið hallærislegir. Það er svo sem í lagi að vera hallærislegur. Ég er hallærislegur, eða ég vona að ég sé hallærislegur.
Ef skilgreiningin á ,,töff" er að vera ,,töff" að sínu mati þá er ég töff þegar mér tekst að vera hallærislegur. En ég vill ekki vera töff, ég vill vera hallærislegur. Þá verð ég að vera talinn hallærislegur með augum samborgara. Frá og með deginum í dag og í viku ætla ég að reyna að blogga hallærislega.

Kúkur & piss

Já já. Það pissaði strákur á stelpu. Ekki í fyrsta skiptið í nafni listar. Reyndar ekki í síðasta heldur. Ófrumlegur gjöningur en ef takmark listar er að hrista samfélagið þá er því náð. Mér leiðist að skrifa um þetta.
Ég er ömurlegur