niðurgangur

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Slímsveppir

Það leit ekki út fyrir að vera komið sumar en Árni var viss. Og fór í stuttbuxur út á Miklubrautina þar sem hann hitti konu sem var með eitthvað undarlegt milli augnanna. Þetta var ekki lýsandi augnaráð en samt þótti Árna það dæmigert. Sérstaklega það sem var á milli augnanna.
Árna var kalt og vildi halda áfram að ganga en unga konan virtist ekki ætla að taka eftir neinu undarlegu svo Árni varð að ákveða núna; hvort hann ætlaði áfram eða verða sjálfur undarlegur milli augnanna.
Það er nauðsinlegt að minnast á það að það sem gerist milli augnanna á fólki er ekki það sama og að vera á einhvern ákveðinn hátt, á milli augnanna. Árna leiðist. Ekki bara, heldur er hann leiðinlegur. Þú ert leiðinlegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home