niðurgangur

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Heimilisiðnaður

Afhverju hefur engum dottið í hug að selja litla álbræðslupotta fyrir heimili? Maður færi bara í Bónus og keypti súrál, bræddi og skilaði svo afurðinni í annaðhvort endurvinslustöðvar eða þartilerðar móttökustöðvar. Með aukasíu á gufugleypinum væri hægt að koma í veg fyrir að mengun færi yfir hættumörk utan þynningarsvæðis. Sem væri elhúsið. Svona væri hægt að drýgja tekjur heimilissins umtalsvert. Stórtækar fjöskyldur myndu síðan kaupa sér Báxít, en með því að baða það í vítissóta þá fær maður súrál. Affallið, þessi svokallaða rauða drulla sem er hel-basísk væri þá hægt að þynna og nota í stað matarsóta eða jafnvel gegn sýrubakflæði í véllinda.
Hver segir svo að Ál-iðnaðurinn sé staðnaður og tækifærasnauður?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home