Þetta er okkar lím!
Samkæmt nýjustu fréttum eru íslenskir unglingar hættir að reykja, hvort sem það er hass eða tóbakk, og hættir að drekka. Neysla þessara vímuefna meðal unglinga á Íslandi er langt undir meðatali annarra ríkja evrópu. Þetta þykja gleðifréttir meðal forvarnarhópa og beita formælendur þeirra frösum eins og: ......þennan árangur má....þrotlaus vinna með foreldrum....foreldrahús og umboðsmaður barna í samvinnu við....
Enginn virðist kippa sér upp við það að í sömu könnun kom fram að krakkar á Íslandi sniffa mun meira en aðrir krakkar innan Evrópu. Grænlendingar er eina þjóðin sem sniffar meira. Hverju má þakka þann árangur?