niðurgangur

laugardagur, febrúar 10, 2007

Bless

Ok bloggerinn neyddi mig til þess að skipta yfir á gmail-kjaftæðis bla bla bla svo ég er hættur, ég læt ekki kúga mig svona. Ég skrifa ekki aðra færslu á þessu fökki.
Ég er fluttur á http://nidurgangur.blog.is


Aðdáendur geta hringt í Vörutorg vegna áfallahjálpar

Efnisorð:

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

www.abbababb.is

Mæta svo þetta er snilld!

laugardagur, febrúar 03, 2007

U.S.A!! U.S.A!!!

Bandaríkjastjórn lýsti yfir því í gær að skýrsla um 2.500 sérfræðinga frá 130 ríkjum um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og skelfilegar afleiðingar, væri vissulega merkilegt og þýðingarmikið plagg, samt kæmi ekki til greina að setja lög til að draga úr losun koldíoxíðs, og annarra gróðurhúslofttegunda.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Snillingurinn sonur minn

Óliver fékk að koma með í bæjarferð í gær. Gaf góð ráð á júróvisjónæfingu hjá mömmu sinni, gagnrýndi bakraddir fyrir að vera ekki með proppsið tilbúið og gaf grænt ljós svo þegar atriðið var tilbúið. Eftir það komu þau svo á æfingu til mín. Einkasýning fyrir hann á Stórustrákaatriðinu í Abbababb, og hann fékk að leika sér í leikmyndinni og spjalla við leikarana, hvílíkt stuð. Spilaði líka fótbolta við Jóhann G.(Bárður í stundinni) og sagði honum að hann mætti koma aftur í stundina, hinum væri örugglega alveg sama. Gekk svo beint að Sigurjóni Kjartanssyni(Herra Rokk) og spurði ,,hey ert þú ekki í Spaugstofunni?". Ógeðslega fyndið. Snillingur.