niðurgangur

miðvikudagur, mars 15, 2006

áttaviltur

Jæja, þá er maður loksins kominn á þráðlaust net-kaffi. Verst að það er ekki hægt að stinga Lappa í rafmagn því hér eru bara breskar instungur (gömul ensk nýlenda) og batteríið er fljótt að fara á þessu gamla skassi.
Komum hingað í fyrradag og eyddum öllum deginum í gær í rúminu. Fengum síðasta lausa herbergið á frábæru gistiheimilli í miðbænum. Ferðin hingað var erfið, sérstaklega ferjan, þar sem það var einstaklega vont í sjóinn. Kata ældi eins og múkki allan tímann og féll næstum því útbyrðis í tvígang. Ég reddaði mér með því að vera fullur og fann ekki fyrir neinu. Nema þynnku þegar við gengum frá borði.
Jói er með heimþrá en annars eru við hress. Slæmur kafli er liðin og framundan eru lönd sem líkjast æ meir vesturlöndum. Kannski maður splæsi í kókflösku á næstunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home