niðurgangur

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Snillingurinn sonur minn

Óliver fékk að koma með í bæjarferð í gær. Gaf góð ráð á júróvisjónæfingu hjá mömmu sinni, gagnrýndi bakraddir fyrir að vera ekki með proppsið tilbúið og gaf grænt ljós svo þegar atriðið var tilbúið. Eftir það komu þau svo á æfingu til mín. Einkasýning fyrir hann á Stórustrákaatriðinu í Abbababb, og hann fékk að leika sér í leikmyndinni og spjalla við leikarana, hvílíkt stuð. Spilaði líka fótbolta við Jóhann G.(Bárður í stundinni) og sagði honum að hann mætti koma aftur í stundina, hinum væri örugglega alveg sama. Gekk svo beint að Sigurjóni Kjartanssyni(Herra Rokk) og spurði ,,hey ert þú ekki í Spaugstofunni?". Ógeðslega fyndið. Snillingur.

5 Comments:

At 1:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha!!! Algjör snillingur.

-sun

 
At 6:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú, að spyrja Sigurjón hvort hann sé í spaugstofunni er alveg fyndið. Hvernig varð Sigurjóni við?

Ingvar búðingur.

 
At 6:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú, að spyrja Sigurjón hvort hann sé í spaugstofunni er alveg fyndið. Hvernig varð Sigurjóni við?

Ingvar búðingur.

 
At 11:50 f.h., Blogger Elvar said...

Sigurjón þakkaði fyrir sig með þjósti.

 
At 1:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott á Grjóna!

 

Skrifa ummæli

<< Home