niðurgangur

mánudagur, nóvember 13, 2006

Ekki meira bull

Breytingar á niðurgangi.

Í tilefni af því að Gaui Feiti er komin á hækjur sökum offitu hef ég ákveðið að breyta um lífsstíl. Ég ætla að blogga mitt besta og gefa skýrslu á hverjum degi*.
Ég mun segja satt og rétt frá og ef degi er eytt í sófa með bland í poka í annari og rjóma í hinni þá viðurkenni ég það fúslega. Á morgun ætla ég í sund og verð ég vigtaður þar.
Einstaka sinnum(eða oft) mun ég semja hæku um árangurinn. Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað hækur eru þá eru það lítil Asísk ljóð sem innhalda þrjár línur, fyrsta línan er með 5 atkvæði, önnur með 7 og þriðja 5 atkvæði. Hér er ein sem fæddist í gær fyrir slysni (ég var að gera grín að Óskari Péturssyni stórsöngvara og Heiða tók eftir því að textinn sem ég hafði samið við eitt af lögum Gunnars Þórðarsonar væri Hæka):

Án þinnar visku
ég hefði geta orðið
róni í götu


meira á morgun

*ég áskil mér þann rétt að blogga ekki á hverjum degi, ég á mér líf

2 Comments:

At 9:47 e.h., Blogger heida said...

þú ert stórkostlega fyndinn maður! Góð neðanmálsgrein!!!

 
At 11:27 f.h., Anonymous Þóra frænka said...

ef þér leiðist kæri frændi þá er alltaf hægt að plata pésa bró í coco puffs með rjóma!!

 

Skrifa ummæli

<< Home