suðurnesjamaðurinn ég
Ég skrifaði grein í Víkurfréttir:
http://vf.is/adsent/numer/29306/default.aspx
Tilefni skrifanna
http://www.vf.is/numer/29021/default.aspx
Ég skrifaði grein í Víkurfréttir:
ok ég var að fara yfir gömul skrif og ég viðurkenni það að bloggsíða sem tekur bara fyrir líkamsrækt er leiðinleg, þannig að ég hef ákveðið að bulla líka í bland við allt hitt ruglið. Það hlýtur að gleðja tvo.
13 ferðir 45 uppsetur. 100 grömm af tobbleroni og schnidsel.
fór í sund, fyrsta vigtun: 85,3 kg
Ok ég er að drulla á mig í þessu átaki en ég er samt í því. Ég er allavega ekki búinn að borða nammi í nokkra daga.
Eyddi helginni helginni í rjómasósu og bumban stækkaði. Hið jákvæða er að ég byggði snjókarl og snjóhús og mokaði innkeyrsluna og svitnaði heil býsn.
Fyrst Hæka,
Sko ég fór ekki í sund en ég borðaði kjúkling með frönskum og sósu.
Breytingar á niðurgangi.
Var ég búinn að segja ykkur frá því þegar ég vann í 10-11? Ég stal og stal. Ég náðist að lokum og var stungið í steininn. Nú var verið að bjóða mér vinnu aftur í 10-11.
Ég er gjörsamlega frjáls. Ég þarf ekki að mæta í vinnuna. Ég þarf ekki að borga skuldirnar mínar. Ég þarf ekki að fara í bað. Ég þarf ekki að vaska upp. Ég þarf ekki að taka til. Ég þarf ekki að ala upp barnið mitt. En ég geri það samt.
Ok ég er ekki að kvarta en afhverju eru nikkin á Gegndrepa-fíflunum öll á ensku. S1 er að monnta sig af því að þetta sé íslenskur þáttur. Skítapakk.
Ég ætlaði að segja það áðan en gaurarnir á Sýn eru svolítið hallærislegir. Það er svo sem í lagi að vera hallærislegur. Ég er hallærislegur, eða ég vona að ég sé hallærislegur.