Nei sko
Vá, hingað hef ég ekki komið lengi.
ég er æðislegur niðurgangur! uppáhalds niðurgangurinn þinn. Ég blogga til að allt renni vel úr mér, já eins og sveitalækur í forsælu í miðri Mývatnssveit. Mér finnst ekkert betra en að blogga um hvað það er gaman að vera ég, niðurgangur! Bless ;-)
Já hann Hellvítir. Hann fokkíng geðveikur gaur. Hann kann ekki að stama. Hver kann að stama?
Paradise Lost 1993
Ég hef ekki upplifað blogglöngun mjög lengi, en meirihlutinn var felldur í borginni. Ég er greinilega svona stjórnmálabloggari en þannig bloggarar fara mest í taugarnar á mér. Einn jákvæður punktur er þó að Bingi missir völd, en hann er plebbi. Annars langar mig bara að koma því á framfæri að ef fólk bara drullaðist til að kjósa VG þá myndi svona framapotskjaftæðispólitík ekki tröllríða okkur í rass, svona mikið allavega.
Tveir bílar, árekstur og fólksbíll rákust saman á Laugarvatnsvegi sunnan við Laugarvatn á sjötta timanum í dag. Mikil hálka er á svæðinu og er orsök árekstursins rakin til hennar. Engin slys urðu á fólki en bílarnir eru báðir illa farnir.
Hver sagði eftirfarandi?
ÉG var að enda við að drekka hálfan lítra af skemmdum appelsínusafa.
Fréttabloggarar Moggabloggsins eru farnir að kvarta undan mér. Stóribróðir hefur rofið tengsl mín við féttablogg þar sem ég þyki dónalegur.
Hryðjuverk niðurgangs hafa hafist á moggabloggi. Þau eru saklaus en fyrirlitning mín er hrein og tær.
Já ég hröklast hingað aftur. Hér er ég töluvert frjálsari en hjá moggahedlvítinu.
Ok bloggerinn neyddi mig til þess að skipta yfir á gmail-kjaftæðis bla bla bla svo ég er hættur, ég læt ekki kúga mig svona. Ég skrifa ekki aðra færslu á þessu fökki.
Efnisorð: Labels suck
Bandaríkjastjórn lýsti yfir því í gær að skýrsla um 2.500 sérfræðinga frá 130 ríkjum um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og skelfilegar afleiðingar, væri vissulega merkilegt og þýðingarmikið plagg, samt kæmi ekki til greina að setja lög til að draga úr losun koldíoxíðs, og annarra gróðurhúslofttegunda.
Óliver fékk að koma með í bæjarferð í gær. Gaf góð ráð á júróvisjónæfingu hjá mömmu sinni, gagnrýndi bakraddir fyrir að vera ekki með proppsið tilbúið og gaf grænt ljós svo þegar atriðið var tilbúið. Eftir það komu þau svo á æfingu til mín. Einkasýning fyrir hann á Stórustrákaatriðinu í Abbababb, og hann fékk að leika sér í leikmyndinni og spjalla við leikarana, hvílíkt stuð. Spilaði líka fótbolta við Jóhann G.(Bárður í stundinni) og sagði honum að hann mætti koma aftur í stundina, hinum væri örugglega alveg sama. Gekk svo beint að Sigurjóni Kjartanssyni(Herra Rokk) og spurði ,,hey ert þú ekki í Spaugstofunni?". Ógeðslega fyndið. Snillingur.
Kæru Íslendingar, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í gær þá eruð þið hálfvitar. Ykkur finnst allt í lagi að Heilbrigðiskerfið sé í molum. Þið fílið sem sagt útrýmingu á ferðamannaiðnaði í skjóli stóriðju og ykkur er sama um börnin ykkar. Þið eigið þetta skilið og verðið dæmd út frá sögunni.
Ok það eru allir að böggast í þessu ríka fólki en það verður bara að segjast að mín vonbrygði snúast fyrst og fremst að Elton sjálfum. Hversu mikil hóra er hann?
Hver var að blogga þegar ég kom inn
Afhverju hefur engum dottið í hug að selja litla álbræðslupotta fyrir heimili? Maður færi bara í Bónus og keypti súrál, bræddi og skilaði svo afurðinni í annaðhvort endurvinslustöðvar eða þartilerðar móttökustöðvar. Með aukasíu á gufugleypinum væri hægt að koma í veg fyrir að mengun færi yfir hættumörk utan þynningarsvæðis. Sem væri elhúsið. Svona væri hægt að drýgja tekjur heimilissins umtalsvert. Stórtækar fjöskyldur myndu síðan kaupa sér Báxít, en með því að baða það í vítissóta þá fær maður súrál. Affallið, þessi svokallaða rauða drulla sem er hel-basísk væri þá hægt að þynna og nota í stað matarsóta eða jafnvel gegn sýrubakflæði í véllinda.
Þegar maður borðar hnetur þá þarf maður að tyggja vel. Kaffi er líka gott. Heiða er ritarinn minn í þessari færslu, hún er að taka magalyf. Heiða getur ekki farið í vinnuna. Þessvegna taldi ég best að finna eitthvað fyrir hana að gera. Hún skiptir sér reyndar aðeins of mikið af því hvernig þetta er skrifað. Kannski er stafsetningavilla í þessari setningu. Eða þessari. Heiða móðgaði mig núna.
http://visir.is/article/20061223/FRETTIR01/61223007/0/frontpage
Sko ég held að niðurgangur muni brátt flytja annað. Nýji bloggerinn er alltaf að verða dónalegri og dónalegri, tefur innskráningu og sprettigluggarnir spretta, geta svo sem ekkert annað. Þannig að þegar það gerist að ég verði neyddur til skipta þá fer ég annað.
75% fávita eru fífl. 80% allra eru fávitar. 75% af 80% hvað er það mikið? Ef þú getur svarað því þá eru fáviti.
Gott mál en fáránlega ömurlegt að fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn verði her Hummer fyrir Bandaríska fokkíng skíta helvítis fávita drullu herinn.
það gera 1.7 kíló, það er bara eins og að hætta að þurfa að halda á einum lítra af mjólk og 700 gr0mmmum af kjötfarsi.
Bara ef fólk léti jafn mikinn kraft í útrýmingu fátæktar, baráttu gegn álversframkvæmdum eða bara.....
Summir eru alltaf að rembast og þá kemur harður kúkur eða niðurgangur.
Ég er með munnangur á kjötinu sem liggur ofan á endajaxlinum. Það flækir einfaldar athafnir eins og að borða og tala. Einnig óþægilegt að liggja. Allt í lagi að blogga samt.
ok 84,8 sem þýðir 500 grömm. Það er eitt pund og það eina sem ég hef gert er að hætta að borða nammi. Hvað ætli gerist þegar ég fer að hrista mig líka?
ég hef staðið við mitt. Ég skal drullast í sund með vigt næst og flytja staðreyndir. allavega
Ég skrifaði grein í Víkurfréttir:
ok ég var að fara yfir gömul skrif og ég viðurkenni það að bloggsíða sem tekur bara fyrir líkamsrækt er leiðinleg, þannig að ég hef ákveðið að bulla líka í bland við allt hitt ruglið. Það hlýtur að gleðja tvo.
13 ferðir 45 uppsetur. 100 grömm af tobbleroni og schnidsel.
fór í sund, fyrsta vigtun: 85,3 kg
Ok ég er að drulla á mig í þessu átaki en ég er samt í því. Ég er allavega ekki búinn að borða nammi í nokkra daga.
Eyddi helginni helginni í rjómasósu og bumban stækkaði. Hið jákvæða er að ég byggði snjókarl og snjóhús og mokaði innkeyrsluna og svitnaði heil býsn.
Fyrst Hæka,
Sko ég fór ekki í sund en ég borðaði kjúkling með frönskum og sósu.
Breytingar á niðurgangi.
Var ég búinn að segja ykkur frá því þegar ég vann í 10-11? Ég stal og stal. Ég náðist að lokum og var stungið í steininn. Nú var verið að bjóða mér vinnu aftur í 10-11.
Ég er gjörsamlega frjáls. Ég þarf ekki að mæta í vinnuna. Ég þarf ekki að borga skuldirnar mínar. Ég þarf ekki að fara í bað. Ég þarf ekki að vaska upp. Ég þarf ekki að taka til. Ég þarf ekki að ala upp barnið mitt. En ég geri það samt.
Ok ég er ekki að kvarta en afhverju eru nikkin á Gegndrepa-fíflunum öll á ensku. S1 er að monnta sig af því að þetta sé íslenskur þáttur. Skítapakk.
Ég ætlaði að segja það áðan en gaurarnir á Sýn eru svolítið hallærislegir. Það er svo sem í lagi að vera hallærislegur. Ég er hallærislegur, eða ég vona að ég sé hallærislegur.
Já já. Það pissaði strákur á stelpu. Ekki í fyrsta skiptið í nafni listar. Reyndar ekki í síðasta heldur. Ófrumlegur gjöningur en ef takmark listar er að hrista samfélagið þá er því náð. Mér leiðist að skrifa um þetta.
Eftir nokkur ár kemur pólskur milli(já þeir eru til) og kaupir smá í þessu eða hinu. Við verðum voða hissa og bregðumst við eins og Danir, kannski verr. Ef hér verður hægristjórn, sem er líklegt, þá blandar hún sér í málið. Forsætisráðherra lætur einhver miður falleg orð falla í garð hins Pólska efnahagslífs í nýjum magasínþætti Unnar Birnu, sem hrökklaðist úr hæstarétti vegna kynferðislegrar áreittni. Einhver gamall kall káfar á henni í miðju réttarferli, hún kærir en er látin víkja úr embætti. Hér og Nú fær einkaviðtal við Unni. Sprenging verður á markaði slúðursins og einhver ævintýramaðurinn stofnar nýtt slúðurblað sem ber nafnið Halló og sver sig frekar í ætt við gulu pressuna í Bretlandi. Þar fáum við fréttir að meintu sukki pólskra fjárfesta og annarra mislyndismanna sem virðast ganga þessa jörð einungis með þeim tilgangi að stela og meiða. En það virðist vera þjóðareinkenni og regla frekar en undantekning.
Tölvukaupalán er skattur. Þegar þú gefur undan stafrænu-byltingunni þá er ekki aftur snúið. Það er ekki tilviljun að lánið tekur 3 ár að greiðast niður og tölvan tekur 3 ár í að virka. Eftir það fær hún stafrænan-niðurgang. Ný tölva. Nýtt lán.
Það er staðreynd að ef við hefðum haft vinstristjórn í stað hægrisaursins þá væri mögulega hægt að hugsa sér að búa á þessu skítapleisi sem kallað er Ísland. Það vellur viðbjóður, óréttlæti, spilling og fyrring út úr öllum skúmaskotum í svo stríðum straum að hægt væri að virkja fyrir rafmagni. Þeir sem eru ósammála eru með hor fyrir heila og ég hef ekkert við þá að segja.
Ég var eitthvað að fikta aftur og þá hvarf síðasta færsla, en það sem var fyndið við hana var kaldhæðnin. Sko af því ég var með niðurgang og síðan heitir það. Ég meina hverjar eru líkurnar á því að maður sem heldur úti bloggsíðu sem heitir Niðurgangur fái niðurgang? Þetta sannar eiginlega tilvist guðs.
Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Hvað er fólk að vera afhverju eitthvað? Sumir eru fjótán en ekki tuttugu og sex. Ok ef tveir er sex og allir fræða fimmtán, þá er engin frá sextíu. Ok ég skal orða þetta öðruvísi. Átján eða tveir eru ekki tólf. Nem án texta. Þetta er það sem flestir misskilja en er mikilvægast.
Það væri ógeðslega glatað ef maður sem ætti kassabassa myndi ganga á milli pöbba þar sem trúbadorar væru að spila og segja við trúbadorinn á sviðinu,,hey ertu til í að passa kassabassann minn meðan ég næ mér í bjór". Svo þegar allir eru orðnir fullir og komnir í svaka stuð þá færi okkar maður að vona að trúbadorinn myndi fatta að það væri kassabassaleikari í húsinu. En trúbadorinn verður náttúrulega fullur og pælir í engu nema gellunni sem kom inn áðan með systur vinar hans. Okkar maður gleymir svo kassabassanum og verður of fullur. Fer að röfla í systur vinar trúbadorsins en verður fleygt út, því kærasti hennar vinnur á barnum. Kassabassanum verður svo stolið en okkar maður vaknar og fer í sund dagin eftir, því hann er þunnur. Fattar í gufubaðinu að kassabassin kom ekki með honum heim. Drífur sig uppúr, sleppir því að fara í sturtu. Lyktar illa þegar hann kemur aftur á barinn að leita að bassanum. Eina manneskjan á svæðinu er skúringakonan og hún veit ekkert nema það að hún þrífur ekki upp storknaða ælu.
Vatn er ótrúlega seigur vökvi. Ef þú hálffyllir fötu af vatni og rekst í hana, þá hefurðu miklu lengri tíma en þú heldur til að bregðast við og bjarga gólfteppinu. Maður skyldi halda að að vatnið myndi flæða út um allt um leið, en það er bara ekki svo. Ég mælist til þess að þið prófið þetta.
Humarleikur
Atkvæði mitt til sveitastjórnakosninga er hér með til sölu. Ég hef kosningarétt í Reykjavík.
Ok. Tók spiddnu við gaur á BMW I 200 á lau. krækti GTI-inum framúr í startinu. Svínin voru í kleinuhringjabúð þannig að sæbrautuin var seif. Djöfull var hann fúll, sagði ..uhuhu þú þjófstraraðir. Right, eins og maðu geri það. Ég sagði honum að ef maður þjófstratar þá er mar dauður. Alltaf. Ég ætla ekki að vera gurinn sem þjófstratar alltaf og ekki þú ef þú ert dauður. kláraði nóttina á Kænunni með Bigga. Vorum tryllt fullir á því. Gubbaði í mömmu og pabba þegar ég kom heim en hei, þau eru fá-iddar. Ef þú ætlar ekki að fá tott í typpið þá skaltu ekki haánga á Hommabar.
Pétur átti að vinna. Dís er bara drusla og ég veit að Bubbi er að ríða henni. Hann hefur verið betri öll kvöldin í smáralindinni, aldrei verið tekin niður á gólf!!! Bara þótt maður sé með stinn brjóst og langa leggi þá er maður ekkert góður að syngja. Ég bara spyr: Hver kaus? Gamlir greddu kallar? Dómnefndin var ömurleg!!!!!!!!!!!!
Fékk ansi skemmtilegt símtal frá gallup. Þar var ég spurð að ýmsu varðandi neysluvenjur mínar. Gat sammt ekki sagt þeim frá öllu ruslinu sem ég hef verið að éta undanfarið. Úff, ég er svo feit. Líður eins og ég sé að springa.
Samgöngunefnd hefur nú tekið til athugunar frumvarp þess efnis að aðgreina fjárlagaheimildir nefndarmanna samgönguráðuneytis frá störfum og útgjöldum ráðuneytanna sjálfra. Þetta kemur til með að hægja á nefndarsetu þingmanna en fulltrúar stjórnaraðstöðunnar telja tapaða vinnu á forstigum mála geti unnið upp formlega þingsetu á seinni stigum. Í fyrsta lagi getur nefndarmaður verið fylgjandi málinu en ekki fellt sig við einstakar útfærslur þess eða þá meðferð sem það hefur hlotið hjá nefndinni. Í öðru lagi ber að gefa þegar í stað út yfirlýsingu um að fallið verði frá, a.m.k. að sinni, skattalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar. Þessi tvö atriði munu vega þungt í að rétta af efnahagslíf sveitafélaga sem aðild hafa að málinu í heild sinni.
Jæja, þá er maður loksins kominn á þráðlaust net-kaffi. Verst að það er ekki hægt að stinga Lappa í rafmagn því hér eru bara breskar instungur (gömul ensk nýlenda) og batteríið er fljótt að fara á þessu gamla skassi.
Mætti kl ellefu. Fór beint á gólfið. Tók Hummerinn með sám og resol. Bónaði Micruna og skuttlaði svo Boxernum frá Heklu og heim á stæði. Kallinn var náttúrulega ekki búin að átta sig á að ég væri á seinni vakt og fór eitthvað að röfla. Ég sagði honum bara það sem hann þurfti að heyra. Beggi er hress en Sverrir getur ekki hætt að væla, enda aumingi. Hann ætti að prófa að skella búðing af resol á toppinn og halda svo kjafti.
Fyrst ég hef tekið þá ákvörðun að opinbera raus mitt þá má ég til með að skilgreina það frekar.Hvort á ég að vera með:
Ég fékk vinnu. Ekki skil ég afhverju það ætti að óska mér til hamingju. Nú er ég ekkert spes. Bara gaur sem vinnur á bílaleigu akureyris.
Sveittur, feitur smörrebröd Dani og unglingur útataður í mæjónesi eykur ekki líkurnar á því að ég kaupi mér pepperoní.
Það geta allir verið voða já. En ekki frá einhverju sem er ekki til marks um sannanir allra atóma. Hví? Á getu verður dagurinn lengri en svefninn: Ekki með hverju og setningar laða að sér sundrun. A og b. Ekki frá höndum, hendur og lás. Lífgjafi frá sandi og ker, og her andar ekki frá slæpingi undan einmanna barni.
Ég, Elvar Geir Sævarsson kt. 301276-****, lagði 90.000 kr. inn á reikning yðar þann 31. janúar, að öðrum kosti hefði ég verið settur á svartan lista hjá einkastofnun sem kallar sig Lánstraust hf. Í bréfi sem mér barst frá Lánstrausti hf. var mér bent á að upplýsingar um uppgjör berist ekki sjáfkrafa til þeirra í öllum tilvikum . Vinsamlegast látið mig vita strax og það hefur verið gert. Ég vil svo ítreka mótmæli mín þar sem ég tel mig ekki hafa þurft að greiða þessa skuld. Ég hef margoft haft samband við skjólstæðing ykkar, Símann, og hef ég þar farið yfir málsatvik frá minni hlið. Vil ég hér með að það verði formlega skráð hjá ykkur, eins formlega og tölvuskeyti geta orðið, að ég telji sem svo að Síminn og Juris séu markvisst að leita uppi félitla og þ.a.l áhrifalausa einstaklinga í þjóðfélaginu, með þeim tilgangi að hagnast á þeim með valdníðslu, yfirgangi og hótunum. Okkar eina vopn er þögn og ótti en þau mega sín ekki mikils gagnvart ofurkrafti fjársterkra aðilla. Það er þessvegna sem ég leitaði á náðir bankans og þáði yfirdráttarlán til að greiða ykkur þessar mútur. Því án þessa hefðuð þið séð til þess að fjárhagsleg framtíð mín hefði hlotið afhroð og ég og sonur minn neyddir til vergangs.
“Sögur bundnar við tímabil eru hallærislegar. Ef ég á að semja sögu þá vil ég ráða hvenær hún gerist, ég meina sagan verður að ráða því sjálf. Ég veit ekki einusinni sjálfur hvenær sögurnar mínar gerast, fyrr en undir lokin.”Sagði snobbaði rithöfundurinn. Umboðsmaðurinn, sem var feit kelling í hans huga (samt var hún bara 26 ára og frekar grönn) lét peningana á borðið og fór heim.
Það leit ekki út fyrir að vera komið sumar en Árni var viss. Og fór í stuttbuxur út á Miklubrautina þar sem hann hitti konu sem var með eitthvað undarlegt milli augnanna. Þetta var ekki lýsandi augnaráð en samt þótti Árna það dæmigert. Sérstaklega það sem var á milli augnanna.
Ég hef tekið þá ákvörðun að fara að tala reglulega við sjálfann mig og sjá hvort mér takist ekki að venja mig á það af fullum þunga fyrir þrítugt. Gamal fólk má gera það, afhverju ekki ég?
Ég er frábrugðin öðru fólki að því leiti að ég er ekki orsök vandamála sem á mig herja heldur er ég fórnarlamb aðstæðna. Merkilegt nokk.
Samkæmt nýjustu fréttum eru íslenskir unglingar hættir að reykja, hvort sem það er hass eða tóbakk, og hættir að drekka. Neysla þessara vímuefna meðal unglinga á Íslandi er langt undir meðatali annarra ríkja evrópu. Þetta þykja gleðifréttir meðal forvarnarhópa og beita formælendur þeirra frösum eins og: ......þennan árangur má....þrotlaus vinna með foreldrum....foreldrahús og umboðsmaður barna í samvinnu við....